laugardagur, október 25, 2008

Karólína fékk tölvupóst frá öðrum nemanda í Duke í haust sem er náttúrulega ekki í frásögu færandi nema að stelpan er íslensk. Loksins náðu þær að hittast í síðustu viku og þá kemur í ljós að Tatiana er hálf íslensk og pabbi hennar er læknir á Akureyri, m.a. á Læknastofum Akureyrar. Afi hennar kenndi okkur efnafræði hér í den að mig minnir í þriðja bekk. Þetta var ekki hans aðalstarf, hann er verkfræðingur ef ég man rétt, en það var augljóst að honum þótti gaman af kennslunni. Tatiana hefur unnið á Akureyri á sumrin, en bjó í Noregi í nokkur ár. Það er með ólíkindum hversu margt þær eiga sameiginlegt stelpurnar. Ég spurði hvaða tungumál þær hefðu talað og það var íslenska, enska og spænska sem þær notuðu. Dóttur minni fannst þetta mjög skemmtilegt og þær eiga eflaust eftir að hittast aftur.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Já svona er heimurinn lítill. Gaman að stelpurnar skyldu ná svona vel saman ;-) Við vorum einmitt í sushi-matarboði heima hjá pabba hennar Tatiönu (og stjúpmóður) um daginn.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Karólína var ekki viss um framhaldið því þær eru báðar uppteknar en henni fannst þetta skemmtilegt og ótrúleg tilviljun. Þær vita allavega hvor af annarri og þekkjast á götu.